Finnland

Til að fá finnskt veiðikort þarf erlendur veiðimaður að staðfesta að hann eða hún hafi leyfi til veiða í sínu heimalandi.

Slíka staðfestingu ber að sýna veiðifélögi í Finnlandi sem síðan útvegar greiðsluseðil frá yfirvöldum. Eftir greiðslu nýtist greiðsluseðillinn sem veiðikort.

Veiðikortið er í gildi frá 1.ágúst til 31.júlí árið eftir. Veiðikortið sem er í raun framlag í veiðikortasjóð er einnig veiðitrygging sem gefur rétt á greiðslu ef slys verða við veiðar eða vegna voðaskota á meðan á veiðum stendur. Tryggingin gildir eingöngu í Finnlandi og bara meðan að veiðikortið er í gildi.

Við veiðar stærri dýra (rádýr og stærri) þarf erlendur veiðimaður að taka skotpróf með riffli.

Þetta má gera í heimalandi viðkomandi en þarf að staðfestast svo gefa megi út finnskt veiðikort. Prófið má einnig taka í Finnlandi.

 

Heimilisfang og upplýsingar eru á www.riista.

 

Vegna veiða á Álandi þarf að inna af hendi sérstaka greiðslu. Nánari upplýsingar um það er að fá hjá "Ålands Landskapsstyrelse", ábyrgðarmaður  Roger Gustavsson.

E-póstur: roger.gustavsson@regeringen.ax